25/11/2024

Snjórinn lentur á Ströndum

Það er óhætt að segja að veturinn hafi hafið innreið sína á Strandir í nótt. Þæfingsfærð er á öllum fjallvegum og heiðum á Ströndum, krap og snjór er á leiðinni norður í Árneshrepp og við Djúp og hált er á vegum suður Strandir. Litlar líkur virðast þó vera á að snjórinn sem féll í nótt verði langvarandi gestur, a.m.k. ef eitthvað er að marka veðurspár. Lítil úrkoma á að vera næstu daga og hlýna á strax í dag, laugardag. Hæglætisveður verður síðan út næstu viku og e.t.v. einhver smá slydda. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is á Hólmavík kíkti örlítið út í bítið og smellti af örfáum snjómyndum áður en hann hrökklaðist inn í hlýjuna.

bottom

frettamyndir/2007/580-snjor.jpg

Ljósm. Arnar Jónsson