12/09/2024

Skilti um leiðbeinandi hámarkshraða

 Vegagerðin vinnur nú að uppsetningu skilta með leiðbeinandi hámarkshraða á Djúpvegi og eru allmörg slík skilti komin upp á milli Brúar í Hrútafirði og Hólmavíkur. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á ferðinni í gær og rak þá augun í að leiðbeinandi hámarkshraði á einu skiltinu er 20 og sjálfsagt eru ekki margir aðrir staðir með slíka hraðamerkingu á þjóðvegum landsins. Þetta skilti var í stóru beygjunni í norðanverðum Ennishálsi.

Fréttaritara sýndist að skilti um slysasvæði sem hafa verið sjaldséð utan Stranda, og hafa vakið nokkra athygli ferðamanna, væri tekið niður um leið og skiltin um leiðbeinandi hámarkshraða eru sett upp.

580-leidbskilti1

580-leidbskilti2

Ljósm. Jón Jónsson