14/11/2024

Árneshreppur fer á bók fyrir jólin

Forlagið Skuggi sendir frá sér fyrir jól bókina Þar sem vegurinn endar eftir
Hrafn Jökulsson. Höfundurinn beinir sjónum sérstaklega að Árneshreppi á Ströndum, þar
sem hann mun vera búsettur í vetur. „Þetta er sú sveit sem fóstraði mig á árum
áður, og mig hefur lengi langað að reisa mannlífinu þar örlítinn bautastein,"
segir Hrafn. „Þetta er eiginlega sambland af minningum og sögubrotum, frásögnum
af fólki bæði lífs og liðnu. Frásögnin spannar allt frá tíundu öld og til þeirrar
sem við lifum á". Árneshreppur er í aðalhlutverki bókarinnar en líf Hrafns sjálfs
er þó einnig nokkur hluti af bókinni.

„Ég kem inn á ýmsa atburði sem hafa mótað
mig og fólk sem ég hef verið samferða, útskýrir hann. „Rás atburðanna getur
teygt sig alla leið í stríðið í Bosníu eða Winnipeg í Kanada. Ég leyfi mér flakka bæði í tíma og rúmi," segir Hrafn.


Hrafn Jökulsson hefur unnið ötullega að uppgangi skáklistarinnar á Ströndum ásamt skákfélaginu Hrókurinn. Myndin var tekin á skákmóti í Félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík á liðnu sumri.