28/04/2024

Myndir úr Kjósarrétt

Ljósmyndakeppnin Göngur og réttir á Ströndum 2007, sem Sauðfjársetur á Ströndum og strandir.saudfjarsetur.is standa fyrir, er enn í fullum gangi og hefur mikið af frábærum myndum borist frá fjölmörgum ljósmyndurum. Fjárragi er ekki nærri því lokið á Ströndum og því ættu að vera næg tækifæri fyrir áhugasama til að smella af nokkrum myndum og senda í saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is. Einn þeirra sem hafa verið á ferð með myndavél er Snorri Torfason frá Finnbogastöðum, en hann smellti af nokkrum myndum þegar réttað var í Kjósarrétt um miðjan september og einnig af smalamennsku sömu daga.

Farið var í tvær smalamennskur helgina sem myndirnar eru teknar. Fyrst var smalað frá Naustvík að Veiðileysu, en seinni daginn var hóað á kindurnar á svæðinu frá Kaldbaksvík norður að Veiðileysu. Ljósmyndara sýndist lömb vera í vænna lagi þetta haustið, þó ekki þyngri en svo að Björn Torfason Melabóndi gæti ekki borið lasburða fé sitt af fjalli.

H

arneshreppur/mannlif/550-kjosarrett1.jpg

arneshreppur/mannlif/550-kjosarrett3.jpg

arneshreppur/mannlif/550-kjosarrett4.jpg

Ljósm. Snorri Torfason.