22/11/2024

Staldraðu við á Bryggjuhátíð

Ein af sýningum Bryggjuhátíðar á Drangsnesi sem haldin verður laugardaginn 22. júlí er ljósmyndasýningin Staldraðu við. Á henni eru ljósmyndir sem nemendur Grunnskólans á Drangsnesi frá 0.-10. bekk hafa tekið í sumar. Sýningin er úti við á stórum spjöldum og blasir vel við vegfarendum og vekur verðskuldaða athygli. Þau hafa lagt mikinn metnað í myndatökurnar og árangurinn eftir því. Stórglæsileg sýning sem allir geta verið stoltir af.

Verður sýningin uppi fram eftir sumri eða eins lengi og veðurfar leyfir en allar eru myndirnar plastaðar svo það er í góðu lagi þá aðeins rigni svona annað slagið þó okkur öllum finnist nú vera alveg komið nóg af bleytu í sumar.  Á myndinni eru þau Sigurgeir Guðjónsson og Inga Hermannsdóttir að skoða sýninguna, en þau eiga margar góðar myndir á sýningunni. Það er vel þess virði að gera sér ferð til að skoða sýninguna hjá krökkunum.

Dagskrá Bryggjuhátíðarinnar á laugardaginn má nálgast hér.

Sigurgeir og Inga við sýninguna – ljósm. Jenný Jensdóttir