11/10/2024

Óviðjafnanleg litadýrð

Sólin litar himin og haf sterkum litum á Ströndum á kvöldin. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is hefur eins og fjölmargir ferðamenn tekið myndir frá tröppunum eða bæjarhólnum á Kirkjubóli í átt til Hólmavíkur undanfarin kvöld, þegar litadýrðin er sem allra mest. Rauðir og gulir geislar sólarinnar lita skýin og hafið og stundum verður niðurstaðan sérkennilegri og skrautlegri en hægt er að koma í orð.

580-solarlag3 580-solarlag2 580-solarlag1 580-solarlag

Kvöldsólin á Kirkjubóli – ljósm. Jón Jónsson