11/10/2024

Flett ofan af kumlum á Strákatanga

Síðustu ár hafa Strandagaldur og Náttúrustofa Vestfjarða staðið fyrir miklum fornleifarannsóknum á Strákatanga við Steingrímsfjörð. Þar hafa bæst við kaflar í atvinnusögu Íslendinga þegar hreinsað var ofan af hvalbræðsluofnum frá 17. öld sem benda til umfangsmikillar lýsisbræðslu þar um áratugaskeið. Á síðasta ári tók rannsóknin óvænta stefnu þegar kuml úr heiðni fannst á tanganum, hið fyrsta á Ströndum. Frekari rannsóknir hafa leitt fleiri slík í ljós. Síðustu vikur hafa starfsmenn rannsóknarinnar unnið við að fletta ofan af einu kumlinu, en þar virðist vera hleðsla með bátslagi utan um kumlið og eru þrjú hólf í.

Unnið er að frekari rannsóknum nú um helgina og haldið verður áfram við þessar merkilegu rannsóknir síðar í ágúst.

580-strakatangi1 580-strakatangi2 580-strakatangi3 580-strakatangi4 580-strakatangi5 580-strakatangi6

Fornleifarannsókn í Strákatanga – Ljósm. Jón Jónsson