22/11/2024

Dægurlagasamkeppni á Hólmavík

Kristján flytur sigurlagið 2005Í fréttatilkynningu frá menningarmálanefnd Hólmavíkurhrepps kemur fram að dægurlagasamkeppni vegna Hamingjudaga á Hólmavík í sumar verður haldin laugardaginn 27. maí. Keppnin er haldin í félagsheimilinu á Hólmavík og hefst klukkan 21:00. Þrettán lög bárust í keppnina og verða þau flutt á staðnum og síðan velja áheyrendur sigurlagið. Nafni höfunda laganna er haldið leyndum þar til úrslit liggja fyrir og lögin eru kynnt undir dulnefni. Atkvæðaseðill fylgir aðgöngumiða en aðgangseyrir er kr. 1.000.- fyrir 12 ára og eldri.

Eftirtalin þrettán lög verða flutt í keppninni og verða þau flutt í þessari röð í keppninni:

 

Lag

Flytjandi

Dulnefni höfundar

1

Hólmavík

Jón Halldórsson

12. júní

2

Komdu með

Stefán Jónsson

Esi

3

Á hamingjudögum

Aðalheiður Lilja og Bjarni Ómar

Hómer

4

Hamingjudagar

Hjörtur Númason

Dötti

5

Eldur

Eyþór Rafn Gissurarson

Keikó

6

Hamingjudagar

Jón Halldórsson

Kallminn

7

Sumar á Hólmavík

Arnar Jónsson

Skrattinn sjálfur

8

Strandablús

Aðalheiður Lilja

Strandaskotta

9

Vikivaki

Jón Halldórsson

Búri

10

Fljúgðu þöndum

Harpa Óskarsdóttir

Sigfinnur Sjutt

11

Álfkonan

Gunnlaugur Bjarnason

Bassi

12

Skýjaborgir

María Mjöll og Salbjörg

Tommi og Jenni

13

Á Hólmavík

Kristján Sigurðsson

π