05/10/2024

Spurningakeppnin hefst á sunnudaginn

1Spurningakeppni Strandamanna hefst næstkomandi sunnudag, þann 15. mars, kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Leikfélag Hólmavíkur keppir við ungliðana í Félagsmiðstöðinni Ozon í fyrstu keppninni, en bæði lið hafa áður tekið þátt með ágætum árangri. Bíla- og kranaþjónusta Danna mætir til leiks á móti Hólmadrangi sem vann keppnina árið 2006 og Ferðaþjónustan Kirkjuból keppir við harðsnúið lið frá KSH. Að sögn Arnars Jónssonar, stjórnanda keppninnar fá áhorfendur að sjá skemmtilegar keppnir með örlítið breyttu sniði frá fyrri árum. Aðgangseyrir að skemmtuninni er aðeins kr. 700.- en frítt er fyrir 15 ára og yngri.

Þessi lið mætast á sunnudaginn:

Leikfélag Hólmavíkur – Félagsmiðstöðin Ozon
Hólmadrangur – Bíla- og kranaþjónusta Danna
KSH – Ferðaþjónustan Kirkjuból

Annað keppniskvöldið fer síðan fram sunnudaginn 29. mars og þá lýkur fyrstu umferð í keppninni. Þá mætast:

Fiskvinnslan Drangur – Kennarar við Grunnskólann á Hólmavík
Sparisjóður Strandamanna – Þróunarsetrið á Hólmavík
Skrifstofa Strandabyggðar – Ungmennafélagið Neisti