19/09/2024

Fastur á Ennishálsi í nótt

Á fréttavef Ríkisútvarpsins kemur fram að flutningabíll sat tímunum saman fastur í snjó og aurpytti á Ennishálsi milli Kollafjarðar og Bitru í nótt og fram á morgun. Í fréttinni segir: "Bílstjóri hans freistaði þess að komast upp hálsinn um klukkan eitt í nótt og var með keðjur á öllum drifhjólum. Eftir að hafa slitið keðjurnar í hengla lét hann fyrir berast á Ennishálsi og beið þess að Vegagerðin kæmi á vettvang þegar morgnaði."

Póstbíll sem var á leið frá Ísafirði til Reykjavíkur með viðkomu á Hólmavík var á eftir flutningabílnum og komst hvergi. Haft er eftir Böðvari Hrólfssyni, bílstjóri frá Hólmavík, að vegirnir séu handónýtir í Bitrunni og á Ennishálsi.