22/09/2023

J-listinn fékk 3 í Strandabyggð

645-amst5

Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna er fengin í Strandabyggð, en öll atkvæði hafa verið talin. Þrír listar voru í boði. Kosningin fór þannig að E-listi Strandamanna fékk 85 atkvæði og 1 mann, F-listi Óháðra kjósenda 80 atkvæði og 1 mann, en sigurvegari kosninganna er J-listi félagshyggjufólks sem fékk 129 atkvæði og 3 menn kjörna. Auðir seðlar voru 4 og ógildir 2. Alls voru 376 á kjörskrá og af þeim greiddu 300 atkvæði sem er 79,8% þátttaka. Í sveitarstjórn Strandabyggðar samkvæmt þessu eru Jón Gísli Jónsson, Ingibjörg Emilsdóttir og Viðar Guðmundsson af J-lista, Ingibjörg Benediktsdóttir af E-lista og Haraldur V.A. Jónsson af F-lista.