28/04/2024

15 banaslys í umferðinni 2007

Ljósm. Árni Þór BaldurssonSamvæmt vef Umferðarstofu varð veruleg fækkun á banaslysum í umferðinni á milli áranna 2006 og 2007, þó þau hafi samt verið 15 of mörg árið 2007. 10 ökumenn bifreiða létu lífið í umferðarslysum, 1 farþegi, 3 bifhjólamenn og 1 gangandi vegfarandi. 14 banaslys urðu í dreifbýli og 1 í þéttbýli. 12 karlar, 2 konur og 1 barn létu lífið. Eitt banaslysið varð í Strandasýslu, á hringveginum á norðanverðri Holtavörðuheiði. Í Norðvesturkjördæmi urðu einnig banaslys við bæinn Klukkufell í Reykhólahreppi, við gatnamót Innesvegar og Akrafjallsvegar og í Norðurárdal í Skagafirði. Tvö alvarleg slys urðu á Ströndum, við bæinn Fjarðarhorn í Hrútafirði í apríl og á Bjarnarfjarðarhálsi í ágúst, en 16 alls í Norðvesturkjördæmi.