30/10/2024

Vortónleikar Átthagafélagskórsins á sunnudaginn

645-kor-atthagafelag
Hinir árlegu vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 12. maí 2013 kl. 16:00. Stjórnandi kórsins er Agota Joó og undirleikari á píanó er Vilberg Viggósson. Allir eru velkomnir og verð aðgöngumiða er kr. 2.500. Í auglýsingu kórsins kemur fram að vel er tekið á móti nýjum félögum og er fólk hvatt til að taka þátt þegar vetrarstarfið byrjar næsta haust. Í júní fer kórinn til Rússlands, Eistlands og Finnlands og hefur í vetur verið að æfa létt og skemmtileg íslensk lög sem hann mun flytja á Nordic Music Festival í St. Pétursborg.