15/04/2024

Vortónleikar á Hvammstanga

Vortónleikar verða haldnir á Hvammstanga næstkomandi laugardagskvöld í Félagsheimili Hvammstanga, þann 24. mars og hefjast kl. 21:00. Karlakórinn Lóuþrælar og sönghópurinn Sandlóur standa fyrir tónleikunum og er dagskráin fjölbreytt, gestasöngvarar bregða á leik og kaffihlaðborð er á sínum stað. Miðaverðið er 2.000.- krónur.

Karlakórinn Lóuþrælar

Sandlóurnar – myndir frá Karli Sigurgeirssyni.