26/12/2024

Vorsýning Lækjarbrekku í Íþróttamiðstöðinni

Vorsýning Leikskólans Lækjarbrekku verður opnuð formlega í dag, laugardaginn 6. júní, kl. 13:00 í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík og verða veitingar í boði fram til kl. 15:00. Mun hluti hennar síðan standa uppi fram yfir Hamingjudaga á Hólmavík sem verða haldnir 3.-5. júlí þetta árið. Börn og starfsfólk Leikskólans Lækjarbrekku bjóða alla hjartanlega velkomna á opnun sýningarinnar hjá leikskólanum.