11/09/2024

Vorið er komið í Finnbogastaðaskóla

Vorskemmtun Finnbogastaðaskóla var haldin  miðvikudagskvöldið 26. apríl. Skemmtunin hófst með þriggja rétta máltíð sem nemendur hristu fram úr ermum sínum með aðstoð starfsfólks skólans. Nemendur þjónuðu til borðs með stakri prýði og héldu síðan úti klukkutíma dagskrá. Meðal skemmtiatriða var upplestur, söngur,  söngleikur um Búkollu, ljóðalestur auk þess sem kaffibrúsakarlarnir gengu aftur og rúsínan í pylsuendanum var auðvita Silvía Nótt sem kom, sá og sigraði.

Allir sem voru í Árneshreppi þennan dag mættu á þessa skemmtun og höfðu gaman af. Þó nemendur séu bæði fáir og smáir stóðu þeir sig mjög vel og allir fóru kátir og glaðir heim. Einnig gáfu nemendur út sitt árlega skólablað.