22/12/2024

Vordagur á Lækjarbrekku

Í gær var haldinn vordagur á leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík með tilheyrandi skemmtilegheitum. Börnin fengu andlitsmálningu að eigin vali, blésu upp sápukúlur og blöðrur, krítuðu á stéttina ótal fallegar myndir og stafi, teiknuðu listaverk á pappírsrenninga, léku sér úti og fengu grillaða hamborgara, svala og ís. Hápunkturinn var þó þegar Victor Örn bauð krökkunum upp á hestaferðir á leikskólalóðinni og Stefán Jónsson kom með nikkuna og spilaði og söng með þeim.

Þetta var síðasti dagurinn á leikskólanum fyrir sumarfrí en leikskólinn verður lokaður frá 18. júní til 23. júlí. Krakkarnir eru búnir að hengja upp hamingjulistaverk í glugga leikskólans og er fólk hvatt til þess að kíkja á þau við tækifæri. Myndir frá vordeginum er hægt að skoða hér á vefsíðu Lækjarbrekku.