23/12/2024

Vorboðinn „ljúfi“ bíður við bryggjuna

Í dag er sumardagurinn fyrsti og veturinn því formlega að baki. Sumarið byrjar ágætlega á Ströndum og veður hefur verið skaplegt í dag, þó að golan sé alls ekki hlý þá yljaði sólin mörgum um hjartarætur. Það er þó útlit fyrir mjög versnandi veður þegar líður nær helgi og á laugardag er spáð hvassviðri með snjókomu á Vestfjörðum. Einn af vorboðunum kom til Hólmavíkur í dag og bíður spenntur við bryggjuna eftir að vera keyrt út í sveitirnar. Það er að sjálfsögðu blessaður áburðurinn sem innan skamms fer að fljúga úr dreifurum Strandabænda. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is, Arnar S. Jónsson, smellti af örfáum myndum á Hólmavík að kvöldi fyrsta sumardags.

strandir.saudfjarsetur.is óska lesendum sínum gleðilegs sumars og þakka fyrir liðinn vetur.

Áburður

frettamyndir/2007/580-sumardagur-fyrsti2.jpg

frettamyndir/2007/580-sumardagur-fyrsti4.jpg

Ljósm. Arnar S. Jónsson