22/12/2024

Vor í lofti við Steingrímsfjörð

Það var vor í lofti í dag á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð. Selur spókaði sig í sólskininu á flúrum fyrir landi og tjaldurinn var búinn að jafna sig eftir ferðalagið til landsins og skammaðist og hrópaði sem mest hann mátti. Æðarfuglinn úaði úti á firði og hávellur og fleiri endur svömluðu um í fjörunni. Göngugarpar og hjólreiðakappar þutu um þjóðveginn. Snjóa hefur tekið upp að mestu leyti, en þó eru skaflar hér og hvar. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is fór í fjöruferð á Kirkjubóli og reyndi eftir megni að ná góðum myndum af selnum.

640-fjoruf10 640-fjoruf9 640-fjoruf8 640-fjoruf7 640-fjoruf6 640-fjoruf5 640-fjoruf4 640-fjoruf3 640-fjoruf2 640-fjoruf1

Selur í fjöru við Kirkjuból – ljósm. Jón Jónsson