22/12/2024

Vinna við Hólmavíkurhöfn hafin

Vinna við að reka niður stálþil um bryggjuhausinn á hafskipabryggjunni á Hólmavík er hafin. Þilið var áður notað við byggingu Hörpunnar í Reykjavík og var flutt til Hólmavíkur fyrir nokkru. Það var fyrirtækið Ísar ehf í Reykjavík sem átti lægsta tilboð í verkefnið eða tæpar 36 milljónir, en verkefninu á að vera lokið eigi síðar en 1. mars 2012. Alls er stálþilið 123 metrar og er það rekið niður utan við núverandi þil og fyllt á milli.

Stálþil

frettamyndir/2011/640-stalthil1.jpg

Unnið við stálþil við Hólmavíkurhöfn – ljósm. Jón Jónsson