07/05/2024

Villimey framleiðir heimsklassavörur

Aðalbjörg ÞorsteinsdóttirTíðindamenn strandir.saudfjarsetur.is litu við á Tálknafirði í gær til að kynna sér fyrirtækið Villimey sem framleiðir heimsklassavörur úr íslenskum jurtum og tók nýverið í notkun nýtt húsnæði undir framleiðsluna á Tálknafirði. Vörur Villimeyjar hafa verið til sölu hjá Galdrasýningu á Ströndum og njóta mikilla vinsælda á Ströndum jafnt sem annarsstaðar. Um er að ræða sex tegundir af smyrslum sem hvert um sig hefur einstök áhrif, s.s. Vöðva- og liðagaldur, Húðgaldur og Bossagaldur. Fæðingardeildin í Keflavík mælir sérstaklega með Bossagaldri og færir sængurkonum á deildinni regulega að gjöf. Að sögn Aðalbjargar Þorsteinsdóttur eiganda Villimeyjar þá nýtist Bossagaldur einnig sérlega vel sem dagkrem og er margfalt sinnum ódýrara en aðrar samsvarandi erlendar vörur.

Áhugi Aðalbjargar á jurtum og áhrifamætti þeirra vaknaði snemma. Til að byrja með mallaði hún smyrsl fyrir sjálfa sig, vini og ættingja en frá árinu 1990 hefur hún þróað og framleitt smyrsl, salva og áburði úr plöntum sem hún tínir á heimaslóðum sínum við Tálknafjörð og Arnarfjörð. Jurtirnar sem hún notar í smyrslin eru algjörlega lífrænar, engin eiturefni, ólífrænn áburður eða annað af manna höndum kemur nálægt uppvexti plantnanna. Ólífuolían sem notuð er sem grunnur er lífræn gæðaolía frá Spáni.

Nýverið fékk Villimey alþjóðlega vottun vottunarstofunnar Túns til sjálfbærrar söfnunar á villtum íslenskum plöntum á tæplega 80 ferkílómetra landsvæði. Vottunin markaði tímamót að því leyti að aldrei fyrr hefur jafn stórt landsvæði á Íslandi verið vottað til lífrænnar framleiðslu. Í framhaldinu var varan tekin til sölu um borð í vélum Icelandair og er þar dæmi um íslenska framleiðslu í sérflokki og vekur að vonum mikla athygli, enda hrein og tær vara laus við öll aukaefni.

Vörurnar fást eins og fyrr segir á Galdrasýningu á Ströndum og einnig í sölubúð í sýningarinnar hér. Myndirnar að neðan eru frá heimsókninni í húsnæði Villimeyjar á Tálknafirði.

bottom
Sigurður Atlason tekur við fyrstu gjafaöskjunni úr hendi Aðalbargar sem verður til sölu á Galdrasafninu. Hún inniheldur Vöðva- og liðagaldur, Húðgaldur og náttúrulegan varasalva.

center
Sigurður kíkir ofan í alvöru nornapott fullan af mögnuðum og hollum miði.

bottom
Hluti vinnuaðstöðu Villimeyjar

frettamyndir/2008/580-villimey3.jpg
Vöðva- og liðagaldur. Þetta smyrsl segist Sigurður hafa notað eftir að hann hafði staulast um á hækjum í tvo mánuði vegna bakmeina. Þremur dögum eftir að hann hafði borið á sig kremið og nuddað vel inn í húðina kvölds og morgna, reis hann upp eins og fuglinn Fönix og hefur ekki kennt sér meins síðan.

Ljósm.: Jón Jónsson