22/12/2024

Víkingabandið Kráka með tónleika á Hótel Laugarhól

Víkingabandið Kráka verður með tónleika á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði laugardaginn 9. júní. Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 og það kostar 1000 krónur inn. Hljómsveitin hefur gefið út fjóra geisladiska. Þetta er frábært tækifæri til þess að skella sér á tónleika og upplifa skemmtilega lifandi tónlist.