03/05/2024

Skýrsla um samfélög sem glíma við viðvarandi fólksfækkun


Nýlega kom út skýrsla sem unnin er af starfsfólki Byggðastofnunar, en hún ber yfirskriftina: Samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun í byggðarlögum með langvarandi fólksfækkun. Til skoðunar eru svæði þar sem íbúum fækkaði um 15% eða meira á 15 ára tímabili, árin 1994-2009. Alls eru til umfjöllunar 30 sveitarfélög og í hópi þeirra eru öll sveitarfélögin á Vestfjarðakjálkanum. Sveitarfélögin 30 voru heimsótt og fundir haldnir með sveitar- og bæjarstjórnum, atvinnuráðgjöfum og forsvarsmönnum nokkurra fyrirtækja sem kalla má burðarása í sínum samfélögum.