30/10/2024

Viðtöl í Svæðisútvarpi Vestfjarða

Rætt var við oddvita listana sem bjóða fram í sameinuðum Hólmavíkur- og Broddaneshreppum í Svæðisútvarpi Vestfjarða í dag, auk þess sem sagt var frá tengivagni með áburð sem valt við Bræðrabrekku í Bitrufirði og rabbað við Böðvar Hrólfsson sem sat fastur á Ennishálsi liðna nótt. Þeim sem ekki ná útsendingum Svæðisútvarpsins eða misstu af þessum fróðlegu viðtölum við Má Ólafsson, Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur og Böðvar Hrólfsson er bent á að hægt er að hlusta á svæðisútvarpið á netinu undir þessum tengli.