22/12/2024

Veturinn lætur á sér kræla

Nú er sá árstími skollinn á þar sem menn þurfa að huga að vetrardekkjunum undir bíla sína, athuga með frostlöginn, smyrja læsingar og fleira slíkt. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á ferðinni í dag og þá var nokkur hálka á Holtavörðuheiði, enda skein sólin á þjappaðan snjóinn á veginum í fallegu veðri. Vefurinn hvetur alla til að aka varlega og vara sig á hálkunni.

Hálka á Holtavörðuheiði – ljósm. Jón Jónsson