22/12/2024

Veturinn heilsar fallega

645-seid1
Fyrsti vetrardagur var á laugardaginn og veturinn byrjaði með fallegu veðri. Fyrsti vetrardagur var jafnframt fyrsti dagur Gormánaðar samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Fyrsti vetrardagur var áður messudagur, rétt eins og sumardagurinn fyrsti. Í heiðnum sið er einnig getið um vetrarboð og vetrarblót í tengslum við upphaf vetrar. Samkvæmt veðurspánni er gert ráð fyrir vetrarveðri næstu daga, en í dag brá morgunsólin fallegri birtu á himinn og haf við Steingrímsfjörð og gaf fréttaritara strandir.saudfjarsetur.is tilefni til að draga fram myndavélina.

645-sae3 645-sae2 645-sae1645-seid2

Morgunsól á Ströndum – ljósm. Jón Jónsson