22/12/2024

Vetrarþjónusta á Djúpvegi 2013-16 boðin út

580-vetur2
Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í vetrarþjónustu árin 2013-2016 eða næstu þrjá vetur á Djúpvegi nr. 61. Vegkaflinn sem um ræðir er frá vegamótum Djúpvegar og Vestfjarðavegar í Reykhólasveit til Hólmavíkur og áfram að Reykjanesi í Djúpi. Heildarlengd vegarins er 118 km og kemur fram að meðalakstur vörubíla sl. 4 ár er 33.949 km. Útboðsgögn eru seld hjá Vegagerðinni Dagverðardal á Ísafirði og Borgartúni 7 í Reykjavík og skal skila tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 19. júní 2013.