30/10/2024

Vetrarstarf Kvennakórsins Norðurljósa að hefjast

Nú er haustið komið og dagarnir farnir að styttast. Þá er tilvalið að eiga sér gott og skemmtilegt áhugamál. Í fréttatilkynningu frá stjórn Kvennakórsins Norðurljósa kemur fram að vetrarstarf kórsins hefst með æfingu í Hólmavíkurkirkju í kvöld, þriðjudaginn 16.september, kl 20.00. Á döfinni eru mörg spennandi verkefni; t.d. tekur kórinn þátt í afmælishátíð kórs Átthagafélags Strandamanna nú í haust og heldur einnig tónleika með karlakórnum Söngbræðrum í Borgarfirði. Í vor heldur kórinn síðan upp á 10 ára afmæli sitt. Kvennakórinn býður nýja félaga hjartanlega velkomna og vonast er til að sem flestar konur láti sjá sig í kvöld.