22/12/2024

Vestfirðingum fjölgar, en Strandamönnum fækkar

Strandamönnum í héraði fækkar um 5 milli áranna 2007 og 2008 samkvæmt nýbirtum upplýsingum Hagstofu Íslands. Fækkunin er þó mjög misjöfn milli sveitarfélaga. Þannig fjölgar íbúum um 8 í Kaldrananeshreppi og eru nú 110 og íbúum fjölgar einnig í Árneshreppi um 1 og eru nú 49. Í Bæjarhreppi fækkar skráðum íbúum um 4 og eru nú 98, en í Strandabyggð fækkar íbúum um 10 og eru nú 490. Samtals eru Strandamenn á heimaslóðum því 747 talsins.

Víða á Vestfjörðum fjölgar íbúum að þessu sinni, mest um 58 íbúa á milli ára í Bolungarvík. Íbúum fjölgar um 1 á milli ára í Súðavíkurhreppi, um 5 í Ísafjarðarbæ, 13 í Reykhólahreppi og 12 í Tálknafjarðarhreppi.  Á hinn bóginn fækkar íbúum í Vesturbyggð um 19. Þannig fjölgar íbúum á Vestfjarðakjálkanum á milli ára um samtals 65 íbúa og er það í fyrsta skipti í langan tíma sem fjölgun er á milli ára. 

Einnig er lítilsháttar fjölgun í Dalabyggð þar sem íbúum fjölgar um 2, en á hinn bóginn er fækkun í Húnaþingi vestra um 8 íbúa.