14/06/2024

Veruleg fólksfækkun á Ströndum

Hagstofa Íslands hefur nú birt bráðabirgðatölur um íbúafjölda í einstökum sveitarfélögum 1. desember 2004. Þessar tölur hafa reynst býsna nákvæmar síðustu ár og litlar breytingar hafa venjulega orðið við endanlega birtingu á íbúatölum. Tölurnar eru sláandi slæmar fyrir Strandamenn að þessu sinni. Þeir eru nú 792 talsins og hefur fækkað um 38 frá fyrra ári.

Íbúafjöldi á Ströndum 1. desember í ár er eftirfarandi:

  • Árneshreppur – 57 íbúar, fjölgun um 1 frá 2003. 
  • Kaldrananeshreppur – 117 íbúar, fækkun um 8 frá 2003.
  • Hólmavíkurhreppur – 462 íbúar, fækkun um 32 frá 2003.
  • Broddaneshreppur – 53 íbúar, fækkun um 1 frá 2003.
  • Bæjarhreppur – 103 íbúar, fjölgun um 2 frá 2003.
Samtals er fækkunin á Ströndum á milli ára 38 íbúar og eru þeir nú 792. Á árinu á undan fjölgaði um 2 íbúa á Ströndum og var það í fyrsta skipti í langan tíma sem fjölgun var milli ára. Íbúar voru 830 í fyrra en 828 árið 2002. Árið 1998 voru þeir 928.

Tafla um íbúafjölda 1998, 2002 og 2004

 
2004

2002

1998

Árneshreppur

57

59

71

Kaldrananeshr.

117

132

142

Hólmavíkurhr.

462

480

530

Broddaneshr.

53

63

88

Bæjarhreppur

103

94

97

Strandir

792

828

928

Karlar á Ströndum eru samtals 433, en konurnar eru ekki nema 359. Þetta er verulegt veikleikamerki, eins og reyndar íbúaþróunin öll og verður fróðlegt að heyra hvernig stjórnvöld og sveitarstjórnarmenn heima í héraði hyggjast mæta þessum tíðindum.