23/04/2024

Verð á matvælum og fleiru á að lækka í dag

Virðisaukaskatturinn lækkaði á miðnætti á ýmsum vöruflokkum og verð á að lækka samkvæmt því. Eru neytendur um land allt og líka á Ströndum hvattir til að vera á verði og fylgjast með að lækkunin komi tafarlaust fram á þeirra svæði. Verð á matvöru lækkar verulega, þar sem virðisaukaskatturinn fer ýmist úr 24,5% eða 14% niður í 7%. Sælgæti og ýmis óhollusta á að lækka mest og einnig verð á tilbúnum réttum á veitingastöðum þar sem skatturinn fer einnig úr 24,5% í 7%. Bækur og blöð eiga að lækka, geisladiskar með tónlist, áskrift að blöðum, útvarpi og sjónvarpi og gisting á gistihúsum og hótelum.