14/11/2024

Vel heppnuð Kaldalónshátíð

Á dögunum fór fram viðamikil menningarhátíð á Hólmavík þar sem flutt var dagskrá um Sigvalda Kaldalóns. Hátíðin fór fram í Hólmavíkurkirkju og var vel sótt. Þar söng kirkjukór Hólmavíkur auk borgfirsku söngvaranna Dagnýjar Sigurðardóttur og Snorra Hjálmarssonar. Hljóðfæraleikur var í höndum Sveins Arnars Sæmundssonar og Viðars Guðmundssonar sem jafnframt stjórnaði kórnum. Flutt voru fjölmörg lög eftir Kaldalóns og Katla Kjartansdóttir og Sigurður Atlason fóru yfir lífsferil tónskáldsins.

Að dagskránni í kirkjunni lokinni var kaffisamsæti og opnuð sýning um Sigvalda í félagsheimilinu á Hólmavík. Sýningin var svo flutt í Þróunarsetrið á Hólmavík og er uppi þar nú. Verkefnið var styrkt af Menningarráði Vestfjarða.  

 Kaldalónstónar

Fjórir afkomendur Sigvalda Kaldalóns. Frá vinstri eru Sigvaldi Snær Kaldalóns, Sigvaldi K. Jónsson, Þórhallur K. Jónsson og Gunnlaugur A. Jónsson

Sigvaldi Snær Kaldalóns afhendir Viðari Guðmundssyni sönglagasafn Kaldalóns í lok tónleikanna.

frettamyndir/2011/640-kaldalons2.jpg

Kaldalónstónar – Ljósm. Ólafur J. Engilbertsson