22/12/2024

Vegurinn um Arnkötludal lokaður

300-mokstursbillVegurinn um Arnkötludal (61) er nú lokaður vegna veðurs og ófærðar. Frést hefur að rúta hafi lent í vandræðum á heiðinni fyrr í dag og þar er óveður, 20 m/sekúndu. Leiðin verður ekki opnuð í dag. Óveður er einnig á Steingrímsfjarðarheiði. Greiðfært er suður Strandir um veg 68 samkvæmt vef Vegagerðarinnar og vegurinn auður, þannig að Strandamenn og gestir þeirra komast þá leiðina inn á hringveginn.