
En þetta er ekki það eina sem Hannes er að fást við þessa dagana, því 17 tófur hafa legið í valnum af hans völdum það sem af er vetri og 10 af þeim frá áramótum. Hann hefur skotið þær allar af veginum. Hannes sagðist hafa farið vítt og breitt um á vélsleða og sagði töluverðan snjó kominn til fjalla og að lokum vildi hann vara sleðamenn sérstaklega við þeim hættum sem stafað geta af girðingum sem eru víða að hluta til á kafi í snjó og eru stórhættulegar ef ekið er undir strengi á vélsleða. Telar Hannes þörf á að búa sleðana svokölluðum vírusvörnum.

Ljósm. Sveinn Karlsson