22/12/2024

Vegaskemmdir í Kollafirði

Hér má sjá stærð sprungunnarDjúp sprunga er í veginum um norðanverðan Kollafjörð og virðist sem fyllingin undir veginum eða kanturinn sé að gefa sig eftir vatnsveður síðustu daga. Sprungan er fyrir ofan túnið þar sem bærinn Hlíð stóð, um 2-3 kílómetra innan við Kollafjarðarnes, í nýlegum vegi. Hún er mjög djúp og um það bil 20 metra löng. Sprungan er vel merkt með keilum, en þó er ástæða til að vara við henni því hætt er við því að eitthvað gefi sig ef óvarlega er farið á þungum farartækjum nálægt kantinum. Ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is – Matthías Lýðsson – átti leið um Kollafjörð og smellti nokkrum myndum af þessum nýjasta óvini vegfarenda hér á Ströndum.