22/12/2024

Vegagerðin hefur samið við Erni

Á ruv.is kemur fram að í dag var undirritaður samningur milli Vegagerðarinnar og Flugfélagsins Ernis um flug til Bíldudals, Gjögurs og Sauðárkróks. Samkvæmt samningnum verður ríkisstuðningur við flug Ernis til áfangastaðanna tveggja á Vestfjörðum hækkaður og verða flugsamgöngur við Gjögur tryggðar út næsta ár og til Bíldudals til ársloka 2012. Þá ábyrgist Flugfélagið Ernir flug til Sauðárkróks út næsta ár, án ríkisstyrkja.