22/12/2024

Vegagerð í Bjarnarfirði komin á útboðslista

300-yfirkeyrslaÍ nýjasta hefti Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar er vegagerð á Strandavegi (643) í Bjarnarfirði komin á lista yfir verk sem boðin verða út á árinu 2008. Þetta er í takt við gildandi samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010, en í henni er áætlað að setja 60 milljónir í veg í Bjarnarfirði á árinu 2008, auk þess sem fjárveiting til að byggja nýja brú yfir Bjarnarfjörð hefur staðið ónotuð frá 2006. Reikna má með að vegagerðin í Bjarnarfirði á árinu 2008 snúist fyrst og fremst um að leggja veg í kringum brúna, en fréttaritara þykir ólíklegt að það náist að gera nýjan veg yfir Bjarnarfjarðarháls fyrir sama pening.