22/12/2024

Vegagerð á Strandavegi boðin út

Auglýst hefur verið útboð á vegagerð á Strandavegi (643), frá Illaholti að Blæju. Tilboð í verkefnið verða opnuð 6. september næstkomandi og skal skila tilboðum fyrir kl. 14:00 þann sama dag. Um er að ræða vegagerð, endurlagningu og nýlagningu Strandavegar, á tæplega 6 kílómetra kafla. Verkefninu á að vera að fullu lokið 1. september 2006. Nánari upplýsingar um verkefnið og útboðið er að finna á www.vegag.is.