22/12/2024

Vefmyndavél í Reykjanesi

Sett hefur verið upp vefmyndavél í Reykjanesi við Djúp og tekur hún myndir á 10 mínútna fresti í norðurátt út yfir sundlaugina. Þannig má kíkja á vefinn hjá Reykjanesi – www.rnes.is – og forvitnast um veður og aðstæður í lauginni hverju sinni. Þetta er skemmtileg viðbót við flóru vefmyndavéla í nágrenni Stranda, en Vegagerðin rekur einnig þrjár myndavélar á heiðarvegum í Strandasýslu, á Steingrímsfjarðarheiði, Ennishálsi og Holtavörðuheiði. Þær má finna undir þessum tengli.