22/12/2024

Veðurklúbbur í undirbúningi á Ströndum

IMG_7928

Á súpufundi á Café Riis í hádeginu á fimmtudaginn kynnti þjóðfræðingurinn Eiríkur Valdimarsson fyrirhugaðan veðurklúbb sem ætlunin er að stofna á Ströndum á næstunni. Í veðurklúbbnum á að hittast reglulega og ræða um veðrið, auk þess sem reynt verður að skyggnast inn í framtíðina og sjá fyrir hvernig veðurfar verður á næstunni. Veðurklúbburinn hyggst funda á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík. Það er Þróunarsetrið á Hólmavík sem hefur umsjón með súpufundum vetrarins í hádeginu á fimmtudögum, en þar er jafnan kynnt verkefni eða fyrirtæki sem tengjast atvinnulífi, menningu og mannlífi á Ströndum.