12/12/2024

Veður og færð

Færð á vegumVeðurhorfur fyrir daginn í dag eru á þann veg að gert er ráð fyrir suðvestan og vestan 5-10 m/s. Nokkur él verða sums staðar í fyrstu, annars nokkuð bjart veður. Frost í dag verður á bilinu 0-7 stig. Á sunnudaginn mun veðurfarið hins vegar snarbreytast, en þá er gert ráð fyrir vaxandi sunnanátt, 10-15 m/s og dálítilli rigningu vestantil um kvöldið. Á mánudag mun síðan hitinn fara yfir frostmark víðast hvar um landið og þá er gert ráð fyrir rigningu eða súld. Allir vegir á Ströndum utan vegarins norður í Árneshrepp um Bjarnarfjarðarháls eru færir, en menn eru samt hvattir til að fara varlega í hálkunni sem er alls staðar.