05/12/2024

Vatnslaust á Hólmavík

Vatnslaust er nú á Hólmavík vegna bilunar í dæluhúsinu við Ósá. Vatnsrör sprakk í húsinu og vatn fór yfir rafmagnstöflu. Viðgerð stendur yfir, starfsmenn hreppsins ætla að reyna að tengja aðra dæluna aftur um leið og rafmagn er komið á, en rafvirki er kominn á staðinn til að laga töfluna. Ekki er vitað hvenær vatn kemst á aftur, en það gæti tekið nokkra stund og hætt er við að vatnslítið verði til að byrja með eftir bráðabirgðaviðgerð. Fréttir um þetta bárust nú í hádeginu.