22/12/2024

Útvarp kl. 18 og sjónvarp annað kvöld

Sjónvarpsmaður á Hólmavík - ljósm. KSESagt var frá formlegri opnun íþróttamiðstöðvarinnar í fréttum útvarps nú kl. 18 og rætt við Harald V.A. Jónsson oddvita Hólmavíkurhrepps. Þá má reikna með að frétt frá hátíðinni verði í sjónvarpsfréttum annað kvöld. Hægt er að horfa og hlusta á fréttir í beinni, eða eftir að þær hafa verið sendar út, á vefnum www.ruv.is. Gísli Einarsson fréttamaður á Vesturlandi var á staðnum og mun einnig hafi tekið upp eitthvað fréttaefni til síðari birtingar. Þá má geta þess að Helgi Bjarnason fréttastjóri á Morgunblaðinu var á svæðinu og tók hann viðtöl við Strandamenn ásamt fréttaefni og myndum frá opnunarhátíðinni. Þá eru ótaldir fréttaritarar strandir.saudfjarsetur.is sem hefur gert hátíðinni góð skil.