23/12/2024

Útsvarslið Strandabyggðar stóð sig vel

jolalid

Þótt Útsvarslið Strandabyggðar stæði sig vel í sjónvarpssal í gærkveldi var við ofurefli að etja þar sem fyrir var lið Fjarðabyggðar. Þar fóru vitringarnir þrír á kostum og höfðu sigur. Strandamenn gerðu þó gott sjónvarp og skemmtu sér og áhorfendum ljómandi vel eftir því sem færi gáfust til. Spáðu þeir Austfirðingunum góðu gengi í keppninni og töldu að þeir myndu standa uppi sem sigurvegarar í vor. Má lið Strandabyggðar vera stolt af þátttöku sinni í Útsvarinu, en þetta er í fyrsta skipti sem þeim gafst færi á að taka þátt. Strandamenn fjölmenntu eins og í fyrra skiptið í sjónvarpssal til að fylgjast með þættinum á staðnum.