10/09/2024

Héraðsmót í bridge í Árneshreppi

Bridgemót Trékyllisvík

Héraðsmót HSS í bridge var haldið í dag í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Þar mættu félagar úr Bridgefélagi Hólmavíkur og spiluðu tvímenning við heimamenn á fimm borðum. Spilamennskan gekk ljómandi vel, en í fyrsta sæti urðu félagarnir Ingimundur Pálsson á Hólmavík og Karl Þór Björnsson frá Smáhömrum. Í öðru sæti urðu Helgi Ingimundarson á Hólmavík og Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum. Jafnir í þriðja sæti urðu síðan Maríus Kárason á Hólmavík og Ólafur Gunnarsson í Þurranesi í Saurbæ, sem spiluðu saman, og Jón Jónsson á Kirkjubóli og Guðbrandur Björnsson á Smáhömrum.

bridge bridge bridge

Ljósm. Jón Jónsson og Bjarnheiður Fossdal