30/10/2024

Útskriftarferðin og Hlauptu, týnstu! – Lokasýning á Hólmavík

IMG_0006

Undanfarnar vikur hafa tveir hópar af ungmennum á Ströndum æft og sýnt ný íslensk unglingaleikrit sem eru hluti af stóru verkefni sem heitir Þjóðleikur. Nú er komið að lokasýningu á Hólmavík, en hún verður haldin fimmtudaginn 7. mars kl. 20:00. Miðaverð er 1.500.- fyrir bæði verkin. Í framhaldinu halda hóparnir svo vestur á Ísafjörð á Þjóðleikshátíð sem verður um næstu helgina og sýna þar með fleiri hópum þessi sömu leikrit sem hafa verið æfð og sýnd með mismunandi hætti víðs vegar um landið. Annar hópurinn á Hólmavík kallar sig Kva1urinn og dvergarnir sjö og í honum er leiklistarval Grunnskólans á Hólmavík. Þau sýna leikritið Útskriftarferðin eftir Björk Jakobsdóttir, en leikstjóri er Esther Ösp Valdimarsdóttir. Hinn hópurinn sýnir leikritið Hlauptu, týnstu! eftir Berg Ebba í nafni Leikfélags Hólmavíkur og Fjóssins ungmennahúss. Um leikstjórn þess hóps sjá Eiríkur Valdimarsson og Jón Jónsson.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá æfingum á leikritunum sem eru býsna ólík.

IMG_0026 IMG_0043 IMG_0063

Ljósm. Jón Jónsson