22/12/2024

Úrslit á sundmóti HSS

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur nú fengið send öll úrslit af sundmóti HSS í Gvendarlaug í Bjarnarfirði um helgina. Lokastaðan í stigakeppni félaganna varð sú að Geislinn fékk 122 stig, Grettir 90 og Leifur heppni 34. Þátttaka á mótinu var ágæt og er líklegt að í framtíðinni verði sundiþróttinni gert enn hærra undir höfði á Ströndum, eftir að ný sundlaug var tekin í notkun á Hólmavík á síðasta ári og síðan bætist önnur við á Drangsnesi nú í sumar. Þessi viðbót í þéttbýlisstöðum sýslunnar hlýtur að skila sér í aukinni sundiðkun. Til að skoða úrslitin á sundmótinu er hægt að opna Exel skjal hér.