22/12/2024

Uppvakningur með uppistand við Höfðagötu

Í kvöld var vakinn upp mikill gleðidraugur á Hólmavík sem hefur komið sér
fyrir við horn Galdrasafnsins við Höfðagötu. Þar ætlar hann að reyta af sér
brandara alla helgina, dag og nótt, til þeirra sem leið eiga framhjá honum.
Uppákoma og uppistand uppvakningsins er liður í Húmorshátíð Þjóðfræðistofu sem
hefst á morgun. Að sögn aðstandenda hátíðarinnar er uppvakningurinn með mikla
aulafyndni, sannkallaðan alþýðuhúmor eins og húmorstegund hans er gjarnan kölluð
af brandaraköllum. Þetta er í fyrsta sinn svo vitað sé að draugur sé vakinn upp
í þeim eina tilgangi að segja brandara og reyna að vera skemmtilegur.