22/12/2024

Upplýsingamiðstöðin lokar

Sumaropnun hjá Upplýsingamiðstöð-inni á Hólmavík er nú lokið þetta sumarið og starfsemi færist í vetrargírinn. Nú í vetur verður eins og síðustu vetur svarað í síma miðstöðvarinnar 451-3111 og einnig tekið á móti og unnið úr fyrirspurnum í tölvupósti á info@holmavik.is. Þá hefur orðið að samkomulagi milli Söluskálans á Hólmavík og Upplýsingamiðstöðvarinnar að þar verði í vetur bæklingarekki í umsjón miðstöðvarinnar þar sem aðgengilegir verða helstu bæklingar sem til eru hverju sinni um ferðaþjónusta á Ströndum og á landsvísu. Hefur þessi rekki þegar verið settur upp. Vefsíða Upplýsingamiðstöðvarinnar á Hólmavík er á slóðinni www.holmavik.is/info.