04/10/2024

Haustið lætur á sér kræla

skafa, frost

Haustið lét á sér kræla í nótt á Ströndum. Rafmagn fór af í Bjarnarfirði um kvöldmatarleytið í gær, en var komið aftur um klukkustund síðar. Í gærkveldi voru svo glæsileg norðurljós á heiðum himni og í blankalogni yfir Steingrímsfirði og sjálfsagt víðar á Ströndum. Þessu blíðviðri fylgdi næturfrost og þeir sem fóru snemma á stjá þurftu að skafa bílrúður áður en lagt var í ferðalög. Óvíst er hversu mikil áhrif þetta frost hefur á berin. Mikið af sauðfé er komið heim að bæjum og niður að sjó og vissara fyrir vegfarendur að fara varlega þegar ekið er um blómleg sauðfjárræktarhéruð eins og enn er á Ströndum.

septembermorgun, hauststillur septembermorgun, hauststilla

Septembermorgun 2016 – ljósm. Jón Jónsson